Samfélagið

Samtökin Akratorg, hleðsluinnviðir á Vestfjörðum, málfar og súrdeigsbakstur og samlíf fólks og örvera

Miðbæjarsamtökin Akratorg á Akranesi safna núna undirskriftum í því skyni bæjaryfirvöld til skoða þann kost láta breyta gamla húsi Landsbankans við Akratorg í ráðhús. Bjarnheiður Hallsdóttir er í stjórn þessara samtaka. Hún segir okkur nánar frá þessu máli.

Svo tölum við aðeins um aðgengi hleðslu fyrir rafbíla á Vestfjörðum. Hjá Bláma í Bolungarvík er unnið ýmsum verkefnum sem tengjast orkuskiptum í þeim landshluta og nýlega lagði Blámi mat á stöðu hleðsluinnviða á Vestfjörðum. Við ræðum við Þorstein Másson, framkvæmdastjóra Bláma.

Við heyrum málfarsmínútu úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttur, málfarsráðunauts, um sögnina fjölhæfu - bera

VIð kynnum okkur svo súrdeigsbrauð, fólk sem bakar það og hvernig bakararnir hugsa um og tengjast örverunum sem eiga stóran þátt í skapa brauðið. Ragnheiður Maísól Sturludóttir, meistaranemi í þjóðfræði og forfallinn súrdeigsbakari til margra ára, er rannsaka þetta og flutti erindi á ráðstefnu sem stendur yfir í Þjóðminjasafninu. Verkefni hennar er liður í stærra rannsóknarverkefni á vegum Háskóla íslands, svokölluðu öndvegisverkefni þar sem sjónum er beint samlífi manna og örvera og hinum ýmsu birtingarmyndum þess í daglegu lífi.

Tónlist:

CROSBY, STILLS, NASH & YOUNG - Teach Your Children.

LÓNLÍ BLÚ BOJS - Heim Í Búðardal.

GRAFÍK - Bláir fuglar.

Frumflutt

12. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,