Samfélagið

Skaðaminnkun og popúlismi, útnárar fjarskiptakerfisins og áhrif mögulegrar Valkyrjustjórnar á náttúruvernd.

Við fjöllum um vímuefnalöggjöf og popúlisma. Evrópska skaðaminnkunarráðstefnan fór fram í síðustu viku í Póllandi, og meðal þess sem var fjallað um voru áhrif popúlískra stjórnmálahreyfinga í Evrópu á skaðaminnkun og vímuefnalöggjöf almennt. Við ræðum við Svölu Jóhannesdóttur, formann Matthildarsamtakanna og sem var á ráðstefnunni, um stöðuna í Evrópu, sem og hér á landi.

Skagaströnd er ekki eini staðurinn á landinu sem getur orðið sambandslaus við umheiminn fyrirvaralaust. Það eru fleiri svæði víðsvegar um land sem eru eintengd en ekki hringtengd. Við ætlum ræða fjarskiptainnviði á landinu og veiku blettina við Þorleif Jónasson, sviðsstjóra hjá Fjarskiptastofnun, og Atla Stefán Yngvason, samskipta- og markaðsstjóra, Mílu.

Í lok þáttar fáum við pistil frá Páli Líndal, umhverfissálfræðingi, sem fjallar í dag um möguleg áhrif Valkyrjustjórnarinnar á náttúruvernd.

Tónlist í þættinum:

CAROLE KING - It's Too Late.

SYKURMOLARNIR - Top Of The World.

Frumflutt

10. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,