Hvernig hugsum við um dauðann og örlög jarðneskra leifa okkar eftir hann? Líklega mismikið - á meðan sum eru búin að skipuleggja jarðarförina í þaula er öðrum sléttsama - þau verða hvort eð er ekki lífs. Við ætlum að ræða útfarir og greftrunarsiði samtímans við Dagrúnu Ósk Jónsdóttir, þjóðfræðing, sem undanfarið hefur rannsakað afstöðu fólks til jarðarfararinnar og hinstu hvílu og skráð hvernig tíðarandinn verkar á dauðann og allt tilstand í kringum hann.
Hvað getum við lært um framtíðina í gegnum tedrykkju? Og hvernig tengja þjóðsögur okkur við vistkerfi og menningu? Í dag ræðir Pétur Magnússon við Dariu Testo, sýningarstjóra, sem rannsakar tengsl hefðbundinna athafna eins og að drekka te og segja þjóðsögur, við náttúru og vistkerfi. Viðtalið er það fjórða í viðtalsröð Samfélagsins um framtíðir og framtíðarsýnir, í samstarfi við framtíðar-festival Borgarbókasafnsins.
Við heimsækjum svo þjóðskjalasafn Íslands, þar sem Fanney Sigurgeirsdóttir, skjalavörður, fræðir okkur um rafræn skjöl.
Tónlist og stef í þættinum:
Margrét Eir og Páll Rósinkranz - Forever young.
Kammerkór Norðurlands - Nú sefur jörðin.
SUFJAN STEVENS - Death with Dignity.
Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).
SPILVERK ÞJÓÐANNA - Veðurglöggur.