Samfélagið

Hringvangur, símað til suðurskautslandsins, málfar og vísindaspjall

Í dag verður haldinn stofnfundur félagasamtakanna Hringvangs - en það er vettvangur fyrir samskipti um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaði. Samtökin Grænni byggð og Húsnæðis og mannvirkjastofnun koma þessum samtökum ásamt fleirum. Við ætlum forvitnast um Hringvang á eftir þegar þær setjast hjá okkur Áróra Árnadóttir hjá Grænni byggð og Halla Helgadóttir framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs.

Við hringjum langlínustímtal. Ekki alla leið á Suðurpólinn en langleiðina. Friðrik Rafnsson leiðsögumaður og þýðandi hefur undanfarnar tvær vikur verið á siglingu við suðurskautslandið og er núna staddur um borð í skipi sem kennt er við franska vísindamanninn Jean-Baptiste Charcot. Friðrik hefur frætt farþega um Charcot og notið þess ferðast um þessar framandi slóðir.

Við heyrum eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.

Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar fjalla um nýjar rannsóknir á heilsufari og vegan mataræði.

Frumflutt

13. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,