Samfélagið

Framtíðir og skaðleg aukaefni í matvöru

Í dag ætlum við velta okkur upp úr framtíðinni; eða kannski er réttara segja við ætlum velta okkur upp úr framtíðum. Þær eru víst alls konar, mögulegar og ómögulegar. Við heimsækjum Karl Friðriksson og Sævar Kristinsson hjá Framtíðarsetri Íslands, sem nálgast þetta viðfangsefni með aðferðum framtíðarfræðinnar.

Íslenskir brauðostar, kotasæla og rifinn ostur innihalda flest rotvarnarefni ólíkt sömu vörum í Danmörku. Rotvarnarefnið Nítrit sem er merkt E-252 er einnig finna í íslenskum matvörum en minna í dönskum matvörum. Þá eru einnig kekkjavarnarefni, bræðslusölt og önnur rotvarnarefni líka til staðar í nokkrum vöruflokkum svo dæmi tekið. Þetta kemur fram í grein Bændablaðsins eftir Önnu Maríu Björnsdóttur kvikmyndagerðarkonu sem er framkvæmdastjóri hjá Lífrænu Íslandi, og Unu Emilsdóttur, sérnámslækni í umhverfislæknisfræði í Danmörku. Þær vilja vekja athygli á skaðsemi þessara efna sem sum hver geta valdið alvarlegum sjúkdómum og nítrit þá sérstaklega. Helga Arnardóttir tók þær tali og ræðir líka sterka neytendavitund Dana og áherslur í Danmörku.

Tónlist úr þættinum:

THE VELVET UNDERGROUND - All Tomorrows Party's.

Pétur Ben - The great big warehouse in the sky.

Frumflutt

9. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,