Samfélagið

Fiskmerkingar, eldflugur, málfar og gömul viðbragðsáætlun fyrir Vestmannaeyjar

Við ætlum forvitnast um fiskmerkingar við Ísland í Samfélaginu í dag. Slíkar rannsóknir hafa verið stundaðar hér í meira en hundrað ár og tæknin hefur auðvitað þróast í þessum rannsóknum eins og öðrum. Ingibjörg G. Jónsdóttir sjávarvistfræðingur hefur umsjón með þessum verkefnum hjá Hafrannsóknastofnun.

Og við höldum okkur við náttúruvísindin, nokkrar dýrategundir hafa þann eiginleika geta gefið frá sér ljós, eldflugur eru þeirra á meðal, en hvers vegna gera þær það og hvernig fara þær því? Við ræðum ljósgjafa í lífríkinu við Arnar Pálsson, erfðafræðing við Háskóla Íslands.

Við heyrum málfarsmínútu og í lok þáttar heimsækjum við Þjóðskjalasafn Íslands og tölum um viðbragðsáætlun Almannavarna vegna hugsanlegra náttúruhamfara í Vestmannaeyjum. Áætlun sem var gerð árið 1964, níu árum fyrir gosið í Heimaey. Andrea Ásgeirsdóttir ætlar segja okkur frá þessu.

Tónlist:

EURYTHMICS - I Saved The World Today.

Valgeir Guðjónsson - Þjóðvegur númer eitt.

Frumflutt

8. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,