ok

Samfélagið

Jöklar á Íslandi, Framkvæmdir í Grundarfjarðarbæ, Æðarsetur Íslands

Við tökum stöðuna á íslenskum jöklum og framtíð þeirra í tilefni af alþjóðlegum degi jökla, Andri Gunnarsson, verkefnisstjóri vatnafars hjá Landsvirkjun og formaður Jöklarannsóknarfélags Íslands, JÖRFÍ, hefur verið úti um allar trissur að tala á málþingum af þessu tilefni - en gefur sér tíma til að stoppa stutt við hjá okkur og spjalla um jökla á Íslandi.

Heimsókn á bæjarskrifstofu Grundarfjarðarbæjar. Þær Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri, og Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri skipulags og umhverfismála, hjá bænum spjalla um stór verkefni sem eru í farvatninu hjá bænum, meðal annars orkuskipti og innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna.

Erla Friðriksdóttir, stofnandi Æðarseturs Íslands í Stykkishólmi, fræðir okkur um setrið og fræðslustarfsemi þess, æðardún og samband æðarfugla og æðarbænda.

Tónlist í þættinum:

1860 - Snæfellsnes.

ARETHA FRANKLIN - Think.

Frumflutt

21. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,