• 00:02:39Endalok mannúðaraðstoðar
  • 00:22:58Dánaraðstoð
  • 00:46:30COP í kólumbíu
  • 00:49:40Edda vísindamiðlari

Samfélagið

Endalok mannúðaraðstoðar á Gaza, dánaraðstoð, sykursýkislyf og Alzheimer

Við fjöllum um hlutskipti barna á Gaza, þegar ísraelska þingið Knesset hefur sett lög sem gera Palestínu-flóttamannahjálpinni, stofnun á vegum Sameinuðu þjóðarinnar, ógerlegt halda áfram mannúðaraðstoð sinni á svæðinu. Birna Þórarinsdóttir Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi kemur til okkar hér rétt á eftir.

Í gærkvöldi var fjallað um dánaraðstoð í fréttaskýringaþættinum Kveik. Þar heyrðum við sögu Jóns Grímssonar, íslendings sem var búsettur í Washington-ríki í Bandaríkjunum og sótti um dánaraðstoð eftir hafa greinst með illvígt lungnakrabbamein. Dánaraðstoð er lögleg í Washington-ríki og á nokkrum öðrum stöðum í Bandaríkjunum og Evrópu og kalla sumir eftir dánaraðstoð verði gerð lögleg hér á landi. Við ræðum við Gunnhildi Kjerúlf Birgisdóttur, fréttamann Kveiks sem greindi frá sögu Jóns í gærkvöldi og Katrínu Eddu Snjólaugsdóttur, sérfræðing í líknandi hjúkrun.

Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, heldur áfram segja okkur frá ferðum sínum í Kólumbíu, þar sem hún er á mikilvægri ráðstefnu um lífræðilegan fjölbreytileika. Síðan kemur Edda Olgudóttir, vísindamiðlari, til okkar í lok þáttar og ræðir sykursýkislyf og heilahrörnunarsjúkdóma.

Tónlist:

COLDPLAY - Don't Panic.

BAGGALÚTUR - Sólskinið í Dakota.

Frumflutt

30. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,