Samfélagið

Barátta um persónuupplýsingar, Myndarsögur, framtíðarborgir og höfundaverkstæði Eiríks Arnar Norðdahl

Um árabil hefur írska persónuverndarstofnunin háð harða baráttu við voldugustu tæknirisa heims. Reglulega berast fréttir af stórum sektum, upp á allt tugi milljarða evra, sem eru tilraunir til risana til fara eftir evrópskum lögum sem gilda meðal annars hér á Íslandi. Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar verður gestur okkar í dag. Við spyrjum hana út í þessa baráttu, samspil persónuverndar og taugavísinda og ýmislegt fleira úr heimi persónuverndar.

Svo bregðum við vestur á firði, þar sem Gréta Sigríður Einarsdóttir, fréttamaður RÚV á Vesturlandi, ræðir við Eirík Örn Norðdahl um rithöfundastarfið, bókmenntir á landsbyggðinni, menningarmiðjur og ýmislegt fleira.

Og svo höldum við áfram viðtalsröð okkar um framtíðir og framtíðarsýnir - í samstarfi við framtíðarfestival Borgarbókasafnsins. Í dag pælum við um gervigreind, myndasögur og borgir framtíðarinnar, ásamt Aroni Daða Þórissyni, forsvarsmanni hópsins myndarsögur.

Tónlist úr þættinum:

THE BEATLES - Norwegian Wood (This Bird Has Flown).

Frumflutt

16. jan. 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,