Samfélagið

Aldurstakmarkanir í lögum, undirbúningur landtengingar við Reykjavíkurhöfn, umhverfispistill

Baldur S. Blöndal, lögfræðingur, varð nýlega 25 ára og því taka sér hlutverk skiptastjóra þrotabús. Það eru hins vegar tíu ár í hann megi gera atlögu því verða hæstaréttardómari. Baldur hefur í gegnum tíðina svarað ýmsum spurningum á Vísindavefnum, meðal annars um aldurstakmarkanir í lögum. Við ræðum við hann hér á eftir en næstu daga ætlum við fjalla um aldur og þá helst aldurstakmarkanir, hvernig þær birtast í lögum og víðar og hvort þær eigi rétt á sér.

Við kynnum okkur framkvæmdir við Reykjavíkurhöfn þar sem er verið undirbúa frekari landtengingar á rafmagni fyrir skemmtiferðaskip. Þar á líka bjóða tengingar á heitu vatni og innleiða snjalllausnir. Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna hittir okkur um borð í dráttarbátnum Magna sem liggur við Austurbakka.

Pistill frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi.

Tónlist:

James Taylor - Country Road.

Kings of convenience - Rocky Trail

Frumflutt

30. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,