ok

Samfélagið

COP28, matseðillinn 2050 og orð ársins

Síðasti dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er runninn upp - eða hvað? Í dag átti allt að vera klárt, lokayfirlýsingin undirrituð af hátt í 200 þjóðum en eins og svo oft áður virðist ráðstefnan ætla að dragast á langinn, fundað fram á nótt og þreyttir samningamenn rýna í tyrfinn texta. Utan við fundarherbergin mótmæla svo langþreyttir fulltrúar félagasamtaka og bauka ýmislegt annað. Við tökum púlsinn á einum slíkum, Finni Ricart Andrasyni, forseta Ungra umhverfissinna, sem hefur verið í Dúbaí í tvær vikur.

Hvað verður í matinn á þriðjudegi árið 2050? Þannig spurði Birgir Örn Smárason fagstjóri hjá Matís í fyrirlestri á Matvælaþingi á dögunum. Hann lagði þessa spurningu meðal annars fyrir gervigreind og fékk bara býsna trúverðug svör. Við förum yfir matseðil framtíðarinnar með Birgi.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpið kemur svo til okkar - við ætlum að ræða um orð ársins 2023.

Frumflutt

12. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,