Samfélagið

COP28, matseðillinn 2050 og orð ársins

Síðasti dagur loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er runninn upp - eða hvað? Í dag átti allt vera klárt, lokayfirlýsingin undirrituð af hátt í 200 þjóðum en eins og svo oft áður virðist ráðstefnan ætla dragast á langinn, fundað fram á nótt og þreyttir samningamenn rýna í tyrfinn texta. Utan við fundarherbergin mótmæla svo langþreyttir fulltrúar félagasamtaka og bauka ýmislegt annað. Við tökum púlsinn á einum slíkum, Finni Ricart Andrasyni, forseta Ungra umhverfissinna, sem hefur verið í Dúbaí í tvær vikur.

Hvað verður í matinn á þriðjudegi árið 2050? Þannig spurði Birgir Örn Smárason fagstjóri hjá Matís í fyrirlestri á Matvælaþingi á dögunum. Hann lagði þessa spurningu meðal annars fyrir gervigreind og fékk bara býsna trúverðug svör. Við förum yfir matseðil framtíðarinnar með Birgi.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur Ríkisútvarpið kemur svo til okkar - við ætlum ræða um orð ársins 2023.

Frumflutt

12. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,