Samfélagið

Áfallastjórnun og Grindavík, Loftslagsspjall við Halldór Björnsson, umhverfispistill

Áfallastjórnun er ung fræðigrein í hröðum vexti, hún snýr forvörnum og viðbúnaði, viðbrögðum, lærdómi og endurreisn samfélaga í kjölfar áfalla. Við ætlum ræða áfallastjórnun við Ásthildi Elvu Bernharðsdóttur, dósent við fagstjóra náms í áfallastjórnun við Háskólann á Bifröst og setja þessi fræði í samhengi við þau áföll sem undanfarna mánuði hafa dunið á Grindvíkingum.

Stóran hluta ársins 2023 var meðalhiti á jörðinni einni og hálfri gráðu yfir meðalhita fyrir iðnbyltingu. Hitametin féllu í hrönnum síðastliðið haust, árið reyndist það heitasta frá upphafi mælinga, líklega síðustu 100 þúsund ár, og horfa vísindamenn fram á við og birta spár sínar fyrir árið í ár. Er einnar og hálfrar gráðu markmiðið úr sögunni? Halldór Björnsson, sérfræðingur á Veðurstofu Íslands, kemur í loftslagsspjall.

Málfarsmínúta - neyslurými.

Páll Líndal umhverfissálfræðingur flytur okkur pistil í lok þáttar.

Frumflutt

16. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,