Samfélagið

Sorpbrennsla, frí molta í Gaju og málfarsspjall: misseri, sumarmál, hrafnahret o.fl.

Við fjöllum um það sem kallað hefur verið hátækni-sorpbrennsla. Helgi Þór Ingason prófessor í verkfræði við Háskólann í Reykjavík fór fyrir hópi sem vann úttekt á fýsileika þess reisa slíka brennslu hér á landi, enda stendur til hætta nær allri urðun sorps. Ævar Örn Jósepsson ræddi um niðurstöður hópsins við Helga Þór. Við heyrum það á eftir.

Og við ætlum halda okkur í úrgangsmálunum því Gunnar Dofri Ólafsson, samskiptastjóri Sorpu, kemur til okkar og ræðir um aðra af tveimur afurðum Gas- og jarðgerðarstöðvarinnar Gaju í Álfsnesi, moltuna! Á sumardaginn fyrsta býðst öllum sem vilja koma þangað og moltu til nota í garðinn og kynna sér þann farveg sem matarleifar frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu rata í.

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur kemur svo til okkar í málfarsspjall - við ætlum ræða ýmis gömul orð tengd tíðarfari og árstíma. Einkum sumri, sem er handan við hornið.

Tónlist:

MANNAKORN - Óralangt Í Burt.

PAUL SIMON - Still Crazy After All These Years.

GRAFÍK - Komdu Út.

Frumflutt

23. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,