Samfélagið

Sálarlíf fiska, kvenfélag á Patreksfirði, ofbeldisforvarnarkvikmyndin Geltu

Um helgina verður frumsýnd kvikmynd sem ætlað er fræða ungt fólk um hatorsorðræðu. Kvikmyndin heitir Geltu sprettur upp úr starfsemi ofbeldisforvarnarskólans Ofsa og í dag ræðum við við Bennu Sörensen, stofnanda skólans, og Sigríði Lárettu, leikara og höfund.

Sjálfboðaliðastarf í þágu samfélagsins er óvíða jafn öflugt og á Patreksfirði. Þar starfar Lionsklúbbur og tvö félög sem eingöngu eru skipuð konum, slysavarnardeildin Unnur og Kvenfélagið Sif. Gréta Sigríður Einarsdóttir kom við á Patreksfirði á dögunum og ræddi við nýjan formann kvenfélagsins, sem er reyndar líka meðlimur í Slysavarnardeildinni.

Í lok þáttar kíkir Edda Olgudóttir vísindamiðlari í heimsókn og segir okkur frá ýmislegu um veiðistjórnunarkerfi og tilfinningalíf fiska.

Tónlist frá útsendingarlogg 2024-12-19

The National & Phoebe Bridgers - Laugh Track.

LIANNE LA HAVES - Lost & Found.

SUPERSPORT! - Húsið mitt sjálfu sér)

Frumflutt

19. des. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,