Samfélagið

Prís, kirkjugarðar um jól, hugheilar kveðjur og mannsheilinn

Alþýðusamband Íslands kannar reglulega verðlag á matvöru og birti fyrr í vikunni könnun á verði á jólamat. Samkvæmt henni hefur jólakarfan hækkað um 6 til 17% milli ára. Og í dag kynnti ASÍ nýtt app í farsíma, Prís, þar sem hægt er skoða mismunandi verðlagningu vara á milli verslana með því skanna strikamerki. Benjamín Julian, verkefnastjóri verðlagseftirlits hjá ASÍ segir okkur frá þessu.

Við förum í stuttan göngutúr um Fossvogskirkjugarð, margir hafa það fyrir sið huga leiðum látinna ástvina fyrir jólin, setja jafnvel ljós og skreytingu, og smám saman byrja garðarnir ljóma - eða í það minnsta nýrri hlutar þeirra. Við ræðum verkefnin í desember við Helenu Sif Þorgeirsdóttur, sviðsstjóra umhirðu hjá kirkjugörðum reykjavíkurprófastsdæma.

Við heyrum jólalega málfarsmínútu og svo kemur Edda Olgudóttir til okkar í vikulegt vísindaspjall. Hún ætlar tala um mannsheilann.

Frumflutt

20. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,