ok

Samfélagið

Varnargarðarnir rísa, breytingaskeið, líffræðileg fjölbreytni

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum að reisa varnargarða til að verja orkuverið í Svartsengi. Þetta er tröllvaxin aðgerð, garðarnir eiga að verða allt að átta metra háir, og teygja sig nokkurra kílómetra leið. Samfélagið ræðir þetta við Ara Guðmundsson, byggingarverkfræðing og sviðsstjóra hjá Verkís, en hann fer fyrir hópi stjórnvalda og almannavarna um varnir mikilvægra innviða.

Breytingaskeiðið hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár. Eiga allar konur á því skeiði að taka hina heilögu þrenningu? Eiga konur að geta sloppið alveg við einkenni breytingaskeiðsins? Er það hægt? Ebba Margrét Magnúsdóttir, kvensjúkdómalæknir til margra ára, ræðir þetta við okkur en hún hefur áhyggjur af því sem hún kallar aukna markaðsvæðingu og sjúkdómsvæðingu breytingaskeiðsins.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttir, málfarsráðunauts.

Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur; veirur, misröskuð búsvæði og líffræðileg fjölbreytni.

Frumflutt

15. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,