Samfélagið

Varnargarðarnir rísa, breytingaskeið, líffræðileg fjölbreytni

Ríkisstjórnin samþykkti á dögunum reisa varnargarða til verja orkuverið í Svartsengi. Þetta er tröllvaxin aðgerð, garðarnir eiga verða allt átta metra háir, og teygja sig nokkurra kílómetra leið. Samfélagið ræðir þetta við Ara Guðmundsson, byggingarverkfræðing og sviðsstjóra hjá Verkís, en hann fer fyrir hópi stjórnvalda og almannavarna um varnir mikilvægra innviða.

Breytingaskeiðið hefur verið mikið til umræðu undanfarin ár. Eiga allar konur á því skeiði taka hina heilögu þrenningu? Eiga konur geta sloppið alveg við einkenni breytingaskeiðsins? Er það hægt? Ebba Margrét Magnúsdóttir, kvensjúkdómalæknir til margra ára, ræðir þetta við okkur en hún hefur áhyggjur af því sem hún kallar aukna markaðsvæðingu og sjúkdómsvæðingu breytingaskeiðsins.

Málfarsmínúta úr smiðju Önnu Sigríðar Þráinsdóttir, málfarsráðunauts.

Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur; veirur, misröskuð búsvæði og líffræðileg fjölbreytni.

Frumflutt

15. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,