Samfélagið

Þórólfur um sýklalyfjaónæmi, Ísland og fyrsta hnattflugið 1924, Sigur Íslands í heimsmeistarakeppninni 1989 rifjaður upp

Starfshópur um aðgerðir til bregðast við auknu sýklalyfjaónæmi hefur lokið störfum og skilað tillögum sínum. Þær eru viðamiklar og taka til áranna 2025-2029. Þórólfur Guðnason fyrrverandi sóttvarnalæknir var formaður starfshópsins. Hann fer yfir tillögurnar með okkur á eftir.

Við ætlum fara hundrað ár aftur í tímann og rifja upp fyrsta hnattflugið, stórmerkilegan leiðangur sem hafði viðkomu á Íslandi og hreyfði aldeilis við þjóðinni. Ræðum þetta og sögu flugsins við Leif Reynisson, sagnfræðing.

Í dag, 26. febrúar eru 35 ár síðan íslenska karlalandsliðið bar sigur úr býtum í B heimsmeistarakeppninni í handbolta í Frakklandi. Ísland vann Pólland í leiknum um gullið, 29-26. Alfreð Gíslason varð markahæstur Íslendinga í leiknum með 7 mörk og Kristján Arason skoraði 6. Við rifjum upp umfjöllun frá því rétt fyrir úrslitaleikinn í Dægurmálaútvarpinu. Stefán Jón Hafstein var í París þar sem leikurinn fór fram og tók stuðningsmenn tali.

Tónlist:

THE BEATLES - I'll Follow The Sun.

Frumflutt

26. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,