Samfélagið

Nýtt bann við aldursmismunun, framgangur Vaxa technologies og umhverfispistill

Um verslunarmannahelgina í fyrra mátti fólk undir 23 ára aldri ekki tjalda á tjaldsvæðinu á Flúðum, stundum eru haldin böll þar sem engum undir þrítugu er hleypt inn og fyrir nokkrum árum var fjallað um það í fréttum Icelandair væri hætt ráða flugfreyjur og flugþjóna yfir 35 ára aldri. Við höldum áfram ræða aldurstakmarkanir hvers konar í Samfélaginu í dag, meðal annars þær sem fyrirtæki setja en það eru breytingar í farvatninu, í sumar taka gildi lög sem banna mismunun á grundvelli aldurs á öllum sviðum, en slík mismunun er þegar bönnuð á vinnumarkaði. Við ræðum þetta við Jón Fannar Kolbeinsson, lögfræðing hjá Jafnréttisstofu.

Íslenska hátæknifyrirtækið VAXA Technologies hefur gert tímamótasamning við matvælarisann Oterra um nýtingu á hráefnum úr smáþörungarækt fyrirtækisins á Hellisheiði. Við ætlum kynnast þessu fyrirtæki, Vaxa technologies, og starfsemi þess og fáum framkvæmdastjórann, Kristinn Hafliðason, og markaðsstjórann, Hörð Ágústsson, í spjall.

Við heyrum svo umhverfispistil frá ungum umhverfissinnum, endurfluttan frá því í fyrra, en þar gerir Finnur Ricart Andrason upp loftslagsráðstefnuna, COP 28.

Tónlist:

Una Torfadóttir - Stundum.

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

Frumflutt

1. feb. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,