ok

Samfélagið

Gróðureldar ógna vatnsverndarsvæði, Stéttaskipting á Íslandi, Mikilvægasta starfið árið 1971

Þann 4. apríl 2021 logaði stórt svæði í Heiðmörk, gróðureldarnir voru erfiðir viðureignar enda allt skraufaþurrt. Vatnsverndarsvæðið í Heiðmörk þjónar meginþorra þjóðarinnar - og eftir eldana greindust í vatninu krabbameinsvaldandi efni sem ekki höfðu fundist þar áður. Við ætlum að ræða við Maríu J. Gunnarsdóttur, sérfræðing hjá Vatnaverkfræðistofu Háskóla Íslands, en hún rannsakaði áhrif gróðurelda á vatnsból höfuðborgarbúa ásamt Sigrúnu Tómasdóttur, Olgeiri Örlygssyni, Hrund Andradóttur og Sigurði Garðarssyni.

Íslendingasögur eru fullar af frásögnum af höfðingjum og öðrum foringjum í íslensku samfélagi og varpa ljósi á samfélag þar sem ójöfnuður ríkir og stéttskipting er mikil. En hefur íslenskt samfélag nokkurn tímann verið stéttlaust? Þetta er spurning sem Axel Kristinsson sagnfræðingur hefur verið að velta fyrir sér. Við ræðum við Axel um stéttaskiptingu og stéttleysi á Íslandi og þróun ójöfnuðar í aldanna rás.

Helga Lára Þorsteinsdóttir, safnstjóri Ríkisútvarpsins, kemur í heimsókn með brot úr safninu. Kjaramál og virðismat starfa verða þar í brennidepli

Tónlist:

Beirut - Nantes.

Marianne Faithful - Working Class Hero

Frumflutt

24. mars 2025

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: samfelagid@ruv.is

Þættir

,