• 00:02:40Lýsi og fiskiolía
  • 00:20:44Kynjaþing
  • 00:40:30Málfarsmínúta
  • 00:41:47Dýraspjall

Samfélagið

Er lýsi gagnlegt? Kynjaþing 2024, málfar og dýraspjall - langlífur albatrosi

Það brá mörgum í brún í gær þegar fréttir voru sagðar af rannsóknum á fiskiolíum á borð við lýsi og omega 3 fitusýrum þar sem sterkar vísbendingar virðast koma fram um fiskiolía eða lýsi geti beinlínis verið óhollt. Þvert á það sem okkur hefur verið kennt um - kannski ekki aldir - en býsna lengi. Samkvæmt þessum rannsóknum eykur neysla á bætiefnum á borð við lýsi sem innihalda omega 3, líkurnar á gáttatifi og heilablóðföllum hjá vissum hópi fólks. Við ræðum þetta við Þórhall Inga Halldórsson, prófessor í matvæla- og næringarfræði við HÍ.

Á morgun stendur Kvenréttindafélag Íslands fyrir Kynjaþingi í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Þetta er lýðræðislegur og feminískur vettvangur sem félagið skapar fyrir almenning, félagasamtök og hópa sem vinna jafnréttismálum í víðum skilningi - og það er í mörg horn líta. Við ræðum áherslur í jafnréttisbaráttunni og dagskrá þingsins við Auði Önnu Magnúsdóttur, framkvæmdastýru Kvenréttindafélags Íslands.

Við heyrum eina málfarsmínútu og svo kemur Vera Illugadóttir til okkar í dýraspjall - um albatrosaömmuna Visku.

Tónlist:

FLEETWOOD MAC - Dreams.

ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR OG ÞORSTEINN EINARSSON - Hluthafi í heiminum.

Frumflutt

24. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,