Samfélagið

Miðtaugakerfislyf, mannkostamenntun og matarsóun

Við fjöllum um lyfjarannsóknir með aðstoð zebrafiska og hvernig Karl Ægir Karlsson prófessor við Háskólann í Reykjavík og félagar í 3Z ehf. eru búa til nýja þekkingu á því sviði. Við höfum áður fjallað um rannsóknir þeirra á ADHD og lyfjum sem gagnast við því en nýverið var birt grein sem fjallar um hvernig stökkbreytingar í ákveðnu geni sem áður hefur verið sýnt fram á leiða til ofvirkni í zebrafiskum leiði einnig til hvatvísi. Karl Ægir sest hér eftir smástund.

Í menntavísindum er mikið fjallað um farsæld. Liður í því auka farsæld barna er sérstök námsgrein, mannkostamenntun. Hvað felst í henni? Á skólakerfið markvisst kenna börnum það vera góðar manneskjur? Við ræðum við Önnu Halldórsdóttur um lokaverkefni hennar í listkennslufræðum sem ber yfirskriftina leitin týnda tónskáldinu.

Umhverfisstofnun hefur birt niðurstöður nýrra rannsókna á matarsóun á Íslandi. Þar kemur meðal annars fram tæpur helmingur allrar matarsóunar á sér stað í frumframleiðslu matvæla en um 40% á heimilum. Jóhannes Bjarki Urbancic Tómasson sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun segir okkur allt um þessar rannsóknir.

Frumflutt

3. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,