• 00:02:40Grýla og jólafólin
  • 00:45:29Málfarsmínúta
  • 00:46:39Jólablót ásatrúarfélagsins

Samfélagið

Grýla og jólafólin, möndlugrautur og jólablót

Við ætlum fjalla um heiðin jól. Jólablót Ásatrúarfélagsins fara fram víða um land í dag, við ræðum þessa hefð og heiðnina almennt við Ragnar Elías Ólafsson Þveræingagoða.

Ævar Örn Jósepsson fjallar um Grýlu og hennar hyski, öll jólafólin sem eru víst hátt í tvö hundruð talsins þegar allt er talið. Grýla hefur fylgt Íslendingum um aldir og er sennilega alræmdasta mannæta Íslandssögunnar. Í dag er hún þó líklega þekktust sem móðir jólasveinanna þrettán sem tínast til byggða, einn af öðrum. Þeir eru þó aðeins lítið brot af öllum þeim aragrúa afkvæma sem Grýla hefur eignast á langri ævi og með mörgum tröllkörlum, enda sérlega frjósöm og fönguleg skessa. Dagrún Ósk Jónsdóttir segir frá Grýlu og jólafólaskaranum öllum. Jórunn Sigurðardóttir þylur nöfn fólanna og Atli Sigþórsson les brot úr Grýlukvæði Stefáns Ólafssonar frá Vallanesi.

Við heyrum líka eina málfarsmínútu þar sem Anna Sigríður Þráinsdóttir fjallar um möndlugraut.

Frumflutt

22. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,