• 00:02:36Hitafundur um Coda Terminal í Hafnarfirði
  • 00:30:43Stiknun eða kólnun
  • 00:50:13Ný orð verða til

Samfélagið

Hitafundur um Coda Terminal, Stiknun eða króknun? Málfarsspjall um orðmyndanir

Í dag fjöllum við um umdeilt mál í Hafnarfirði. Mikill hitafundur var haldinn í Bæjarbíói í Hafnarfirði í gær, þar sem kynntar voru breytingar á aðalskipulagi sem tengjast Coda Terminal-verkefninu, svokallaða. Verkefnið hefur mætt talsverðri andstöðu íbúa, og það kom bersýnilega í ljós á fundinum í gær

Samfélagið var á fundinum í gær og ræddi við kjörna fulltrúa, talsmenn Carbfix, og íbúa Hafnarfjarðar.

Króknum við eða stiknum í framtíðinni? Við fáum Halldór Björnsson, loftslagsfræðing á Veðurstofunni til okkar í loftslagsspjall. Styrkur koltvísýrings í andrúmsloftinu stendur í 422 milljónahlutum, er á niðurleið eftir sumar á norðurhvelinu. Það er árssveiflan - en grafið fyrir síðustu áratugi sýnir skarpa og stöðuga hækkun og samhliða hækkar meðalhiti á jörðinni. Við ræðum við Halldór um hitamet nýliðins sumars, fellibylji, veltihringrás atlantshafsins og hættuna á kólnun á Íslandi.

Anna Sigríður Þráinsdóttir, málfarsráðunautur kemur svo til okkar í málfarsspjall um orðmyndanir og slettur, meðal annars.

Tónlist í þættinum:

Joplin, Janis - Mercedes Benz.

Frumflutt

8. okt. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,