• 00:02:37Viðtal við Thilo Beck
  • 00:17:28Upphaf bílaaldar á Íslandi
  • 00:36:42Mataræði og fjölskyldulíf

Samfélagið

Svissneskur fíknigeðlæknir, skjöl frá fyrstu árum bílaaldar og heilbrigt mataræði

Í dag ræðir Samfélagið við einn fremsta fíknigeðlækni Sviss. Dr. Thilo Beck yfirlæknir hjá Arud, samtökum sem reka stærstu fíknigöngudeild Sviss, ræðir við okkur um lyfjameðferðir við ópíóíðafíkn, skaðaminnkun, og hvað Íslendingar geti gert til bæta meðferðarúrræðin sem standa til boða hér á landi.

Við kíkjum í leynilega skjalageymslu Þjóðskjalasafnsins í ónefndu iðnaðarhverfi í Reykjavík. Þar eru einkum geymd trúnaðarskjöl frá lögreglunni - en við ætlum rýna í brúna og nokkuð lúna bók frá upphafi bílaaldar á Íslandi með Indriða Svavari Sigurðssyni, skjalaverði. Við kynnumst meðal annars Katrínu Fjeldsted sem var önnur konan á Íslandi til þess taka bílpróf.

Við fjöllum um mataræði og fjölskyldulíf. Hvernig á halda góðum matarvenjum börnum - þegar foreldrar eiga kannski nógu erfitt með sjálfa sig? Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur og heilsuráðgjafi ræðir þetta við okkur.

Tónlist:

boygenius - Cool About It.

TRACY CHAPMAN - Fast car.

Bergþóra Árnadóttir - Blátt, svo blátt.

Frumflutt

30. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,