• 00:02:39Ósamþykktar meðferðir við ópíóíðafíkn
  • 00:31:28Vinnumansal og misneyting á vinnumarkaði
  • 00:45:11Vísindaspjall um matvendni

Samfélagið

Ósamþykktar meðferðir við ópíóíðafíkn, vinnumansal, misneyting á vinnumarkaði, matvendni

Í dag ræðir Samfélagið við föður ungs manns sem hefur verið í óhefðbundinni, og í raun ósamþykktri, viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Sonurinn fær uppáskrifuð morfínlyf frá lækni í skaðaminnkandi tilgangi, og faðirinn segir meðferðin hafi haft gríðarleg áhrif á líf sonar síns og fjölskyldu sinnar.

Í gær fjallaði fréttaskýringaþátturinn Kveikur um veruleika erlendra verkamanna á Íslandi. Fjöldi þeirra býr við harðræði og eru jafnvel fórnarlömb vinnumansals. Við fjöllum um vinnumansal í dag. Fáum til okkar Maj-Britt Hjördísi Briem, lögfræðing hjá Samtökum atvinnulífsins. Samtökin ætla halda málþing um vinnumansal á morgun, ásamt ASÍ.

Og síðan fáum við til okkar Eddu Olgudóttur, vísindamiðlara Samfélagsins, í hið vikulega vísindaspjall. Í dag fjallar hún um matvendni í börnum.

Frumflutt

25. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,