• 00:02:36Þjónusta SÁÁ á landsbyggðinni
  • 00:25:22Síðasta fötufjósið
  • 00:48:37Keflavíkurflugvöllur árið 1947

Samfélagið

Fíknivandi á landsbyggðinni, síðasta fötufjósið og Keflavíkurflugvöllur árið 1947

Í dag höldum við áfram fjalla um þjónustu við einstaklinga með fíknivanda á landsbyggðinni. Í síðustu viku kíktum við í heimsókn í bíl frú Ragnheiðar á Akureyri, þar sem teymisstjórar verkefnisins lýstu úrræðaleysi sem blasti við skjólstæðingum þeirra á Norðurlandi. Við fáum til okkar Önnu Hildi Guðmundsdóttur, formann SÁÁ sem hefur yfirgripsmikla reynslu sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi á Akureyri og ræðum við hana um stöðu mála á landsbyggðinni.

Á dögunum fór Arnhildur Hálfdánardóttir, umsjónarmaður Samfélagsins, í heimsókn á bæinn Lyngbrekku í Þingeyjarsveit. Þar á eru kýrnar, tólf talsins, mjólkaðar í fötur. Lyngbrekka er eina býlið á öllu landinu þar sem enn er fötufjós. Þar slepptu bændur þægindunum sem fylgdu rörakerfunum og það er ekki á dagskrá fara í róbótana. Við ræðum við Hildigunni Jónsdóttur, bónda í Lyngbrekku, kíkjum á húsakostinn og skepnurnar, ræðum tæknina, reksturinn og framtíð kúabúskapar á Íslandi.

Og í lok þáttar fáum við svo til okkar Helgu Láru Þorsteinsdóttur, safnstjóra Ríkisútvarpsins. Hún kíkir reglulega við og leyfir okkur hlusta á áhugavert efni úr safni RÚV. Í dag segir hún okkur frá merkilegu innslagi sem rithöfundurinn Jónas Árnason vann fyrir útvarpsþáttinn Heyrt og séð árið 1947, þar sem Jónas segir frá heimsókn sinni á Keflavíkurflugvöll.

Frumflutt

23. sept. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,