• 00:02:40Verndarlíffræði
  • 00:25:56Álfasala SÁÁ
  • 00:47:08Málfarsspjall um læti

Samfélagið

Tegundastigveldi í rannsóknum, álfasala SÁÁ, málfarsspjall - ýmis læti.

Við tölum um það sem kallað er verndarlíffræði og niðurstöður stórrar rannsóknar á því efni sem voru birtar nýlega. Ragnhildur Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Náttúruminjasafni Íslands, og Áki Jarl Láruson, stofnerfðafræðingur hjá Hafrannsóknastofnun, ræða við okkur um rannsóknina og niðurstöðurnar.

Á morgun hefst álfasala SÁÁ þegar hópur sölumanna um allt land býður álfinn til sölu til afla fjár fyrir meðferðarstarf SÁÁ. Álfurinn dúkkar alltaf upp á vorin og hefur gert í áratugi. Og núna áðan, í hádeginu, var átakið kynnt þegar Anna Hildur Guðmundsdóttir formaður SÁÁ afhenti heilbrigðisráðherra fyrsta álfinn. Anna Hildur ræðir við okkur um álfinn, fjáröflun SÁÁ og starfið.

Og Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur lítur við hjá okkur í það sem við köllum málfarsspjall.

Tónlist:

JAMES TAYLOR - Fire And Rain.

TOM PETTY AND THE HEARTBREAKERS - The Waiting.

Ítarefni:

Hlekkur á verndarlíffræðirannsókn

https://www.cell.com/cell-reports-sustainability/fulltext/S2949-7906(24)00110-1?fbclid=IwZXh0bgNhZW0CMTAAAR0ykQVDSA57gLSj9k9Vf-Rzo-9dxL99l3ilc55mVd2-n2XG8873-xFzFhc_aem_Af4Grlf-u-XlPjjPhPMkRu5UiPn9jZLmXdpdLpni01Vl9a65rAgMBo5FoJtlvUXdhNwCT6tb9vT8LQonXY769mUV

Frumflutt

7. maí 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,