• 00:06:55Stóri plokkdagurinn
  • 00:27:43Almannarými: Torg
  • 00:52:01Málfarsmínúta
  • 00:53:09Mannlíf í miðborginni

Samfélagið

Stóri Plokkdagurinn, Torg í borg, málfar og fjör og furðuverur í Austurstræti

Stóri plokkdagurinn er á sunnudaginn. Þá flykkjast plokkarar víða um land út á götur, út í móa og í fjörur þessa lands með ruslapokana sína og plokktangir og tína rusl. Mikið rusl. Fleiri, fleiri tonn af rusli. Fyrir suma er plokk hluti af lífsstíl. gera samfélaginu gagn, njóta þess vera úti og sjá árangur erfiðis síns. Það er Rótarý hreyfingin á Íslandi sem skipuleggur stóra plokkdaginn. Þar er verðandi umdæmisstjóri Jón Karl Ólafsson. við ræðum við hann.

Við höldum áfram fjalla um almannarými. og ætlum fjalla um torg, Edda ívarsdóttir, borgarhönnuður ætlar ræða við okkur um hugsunina á bak við þau, hvernig torg eru hönnuð og hvernig fólk notar þau.

Sumarið er komið, farið hlýna og plöntulíf og mannlíf glæðast víða um land, í Austurstræti eru sölutjöldin komin upp, svört og í laginu eins og lítil hús og svo eru furðuverur á stjá í búningum, framhaldsskólanemar dimmitera.

Við heyrum líka eina málfarsmínútu í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur - um orðið einmitt.

Tónlist:

ÞURSAFLOKKURINN - Nútíminn.

TRAVIS - Sing.

Musgraves, Kacey - Deeper Well.

Frumflutt

26. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,