Samfélagið

Hönnun og mannréttindi, mannætubókmenntir og pistill frá Páli Líndal

Við tölum um hönnun og samspil hönnunar og mannréttinda. Anna María Bogadóttir arkitekt ætlar ræða þau mál í tengslum við Hönnunarmars sem hefst síðar í mánuðinum og þar sem hún heldur fyrirlestur á mannréttindamorgnum í Mannréttindahúsinu. Við tökum á móti Önnu Maríu hér á eftir og pælum meðal annars í hugtakinu algild hönnun.

Mannætubókmenntir: um næringarfræði þýðinga - svona hljóðar yfirskrift erindis sem Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingarfræði við Háskóla Íslands, flytur í dag á fyrirlestri á vegum félags íslenskra fræða. Við ætlum ræða við Gauta um listina þýða texta úr einu tungumáli eða menningarheimi yfir í annan, velta fyrir okkur stöðu þýðinga og hvaða leyti þýðingar geti talist mannát.

Svo heyrum við pistil frá Páli Líndal umhverfissálfræðingi í lok þáttar.

Frumflutt

16. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,