Samfélagið

Áhrif sumarhúsa á fugla, umhverfispistill, málfar og þernustörf um borð í Gullfossi

Hvaða áhrif hefur það þegar fólk byggir sér sumarbústað úti í móa, í kjörlendi lóu, spóa og jaðrakans? Hvað þá þúsundir sumarbústaða? Á undanförnum tveimur áratugum hefur sumarbústöðum á Íslandi fjölgað úr um 10 þúsund í 15 þúsund og það eru 7000 til viðbótar á skipulagi. Aldís Erna Pálsdóttir nýdoktor í líffræði hefur árum saman rannsakað hvernig mófuglar bregðast við þegar búsvæðum þeirra er raskað með þessum hætti og er aðalhöfundur fræðigreinar sem birtist á dögunum í tímaritinu Animal Conservation.

Við fáum pistil frá ungum umhverfissinna á eftir. Það er Stefán Örn Snæbjörnsson sem flytur okkur hann.

Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur og í lok þáttar ætlum við grúska aðeins í safni RÚV. Við rifjum upp brot úr viðtali sem Hanna G. Sigurðardóttir tók í þættinum Fyrr og í apríl árið 2012. Þá talaði Hanna við Rannveigu Ásgeirsdóttur sem var þerna á Gullfossi í rúman áratug, frá árinu 1962.

Tónlist:

Guðmundur Pétursson Tónlistarm. - Samfélagið Millistef (úr laginu Tegund).

MUGISON - Murr Murr.

HJÁLMAR - Áttu vinur augnablik.

Ragnar Bjarnason, Elly Vilhjálms - Sumarauki (Gullfoss með glæstum brag).

Frumflutt

15. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,