• 00:02:40Fæðingartíðni lækkar hratt
  • 00:21:31Fíknsjúkdómur og meðferð
  • 00:48:13Málfarsspjall - hvað er neip?

Samfélagið

Fallandi fæðingartíðni, fíknsjúkdómur og meðferð og neip

Fæðingartíðni lækkaði mikið á Íslandi eftir efnahagshrunið en í Covid tók hún hins vegar kipp og hækkaði töluvert. Þessi aukning í frjósemi varð á sama tíma og fæðingarorlof var lengt úr 10 mánuðum í 12. En er fæðingartíðnin lækka hratt aftur. Við ætlum tala við Ásdísi Aðalbjörgu Arnalds forstöðumann Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Sunnu Símonardóttur nýdoktor og aðjúnkt í félagsfræði við Háskóla Íslands. Þær hafa rannsakað þessi mál.

Svo kemur Valgerður Rúnarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá SÁÁ til okkar. Hún ætlar tala við okkur um fíknsjúkdóm, einkenni hans og þá meðferð sem SÁÁ hefur umsjón með.

Í lok þáttar kemur svo Anna Sigríður Þráinsdóttir til okkar í málfarsspjall. Orðið neip mun bera á góma í því spjalli.

Frumflutt

9. apríl 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,