Samfélagið

Framtíð Náttúruminjasafns Íslands, kostnaður við fermingar, málsháttaspjall

Það hefur lengi verið beðið eftir Náttúruminjasafn Íslands komist í sómasamlegt húsnæði og ýmis áform verið uppi. Núna er sýning safnsins Vatnið í náttúru Íslands hýst í Perlunni. Undanfarið hafa svo verið lögð drög því safnið fái hús á Seltjarnarnesi sem var byggt undir lækningaminjasafn með möguleika á stækkun og vonast var til húsið væri tilbúið seinna á þessu ári. Í Morgunblaðinu í gær var svo sagt frá því í bæjarstjórn Seltjarnarness hefði komið fram það myndi ekki gerast fyrr en vorið 2026. Hilmar Malmquist forstöðumaður Náttúruminjasafnsins virtist yfir sig hissa á þessum tíðindum í viðtali um málið. Hann ræðir við okkur.

Sálmabók, salur, áletraðar servíettur, fermingarföt, fermingargreiðsla, fermingarterta, jafnvel nammibar og myndakassi til taka sjálfur - og ekki gleyma fermingargjöfinni. Kostnaður við fermingar hleypur á mörg hundruð þúsundum - hvernig tekst tekjulágt fólk á við það? Við ræðum ferminguna sem stöðutákn við Laufeyju Líndal Ólafsdóttur, formann Pepp sem er grasrót fólks í fátækt á Íslandi.

Páskar eru handan við hornið og hillur verslana svigna undan páskaeggjum af ýmsum stærðum og gerðum. Og í flestum þeirra leynast málshættir - sem mörgum finnst reyndar vera meira spennandi en nammið í eggjunum. Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur ræðir við okkur um málshætti.

Tónlist:

Hljómsveit Ingimars Eydal - Bara hann hangi þurr.

MUGISON - Góðan dag.

Frumflutt

26. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,