Samfélagið

Mælirinn fullur hjá háskólakennurum, Fundur með börnum frá Grindavík og Oddrúnarmálið

Samkvæmt nýlegri könnun er meira en þriðjungur starfsmanna í háskólum í hættu á kulnun. Nemendafjöldi hefur aukist en kennurum hefur ekki fjölgað sama skapi, vinnuvikan er löng og stór hluti kennara nýtir frítíma sinn til sinna rannsóknum og kennslu. Ragna Bene­dikta Garðars­dótt­ir, sem sit­ur í stjórn Fé­lags pró­fess­ora við rík­is­háskóla og Sigrún Ólafsdóttir formaður félagsins ræða þetta við okkur .

Síðar í vikunni ætla Umboðsmaður barna og Grindavíkurbær halda stóran fund í Laugardalshöll með börnum í Grindavík, heyra þeirra sjónarmið og koma á framfæri við stjórnvöld. Salvör Nordal umboðsmaður barna og Jóhanna Lilja Birgisdóttir yfirsálfræðingur hjá Grindavíkurbæ ræða við okkur um stöðu barna frá Grindavík.

Svo heimsækjum við þjóðskalasafn Íslands, ræðum við Helgu Hlín Bjarnadóttur skjalavörð um Oddrúnarmálið svokallaða.

Frumflutt

4. mars 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,