Samfélagið

Síberíu-Blesi og heimkynni kuldans, fjarskiptaöryggi, málfar og nýjar dýrategundir

Það er kalt úti, hörkufrost víða um land og búið vera í nokkra daga. Hvaðan kemur kuldinn sem nístir inn beini, á kuldaboli sér ákveðin heimkynni? Hvaða veðrakerfi eru það sem stjórna öllu hér um þessar mundir? Trausti Jónsson, veðurfræðingur og áhugamaður um veður, ræðir við okkur um uppruna kuldans og þá félaga Síberíu-Blesa og Stóra-Bola sem eru miklir örlagavaldar í lífi okkar.

Við tölum um öryggi fjarskipta. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt hefja samningaviðræður við íslensk stjórnvöld um aðkomu þeirra nýju öryggisfjarskiptakerfi um gervihnetti. Ísland er sem kunnugt er háð fjarskiptum um sæstrengina þrjá: Danice, Farice og Iris, auk þess sem minna notaður strengur liggur til vesturs um Grænland. Það væri því afar erfitt halda sambandi við umheiminn ef þessir strengir dyttu út - t.d. vegna skemmdarverka eða alvarlegra bilana. Við ræðum þessi mál við Guðmund Arnar Sigmundsson forstöðumann netöryggissveitar Fjarskiptastofu.

Málfarsmínúta - spjall og spjöll.

Dýraspjall með Veru Illugadóttur - nýjar tegundir sem fundust árið 2023.

Tónlist:

NÝDÖNSK - Alla tíð.

Frumflutt

19. jan. 2024

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,