• 00:02:39Staðan undir Svartsengi
  • 00:25:33Heimsókn í skólphreinsistöð við Klettagarða
  • 00:49:19Umhverfispistill Stefáns Gíslasonar

Samfélagið

Staðan við Svartsengi, heimsókn í skólphreinsistöð, umhverfispistill

Veðurstofan birti í gær uppfært stöðumat vegna jarðhræringanna við Svartsengi og Grindavík og þar kemur fram nýr kafli hefjast í þeirri atburðarás með auknum líkum á nýju kvikuhlaupi. Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri á Veðurstofunni, er vakin og sofin yfir þessu öllu ásamt hópi vísindamanna, með línurit og gröf fyrir augunum daginn út og inn.

Kröfur um skólphreinsun verða stórhertar á næstunni - tæknilegustu skólphreinsistöðvar á Íslandi uppfylla varla kröfur um eins þreps hreinsun, og bráðum verður farið fram á fjögurra þrepa hreinsun. Við heimsækjum hreinsistöð Veitna við Klettagarða í Reykjavík og ræðum fráveitumálin í víðu samhengi, meðal annars gullfiska, fituhnykla og plast, við Jón Trausta Kárason, forstöðumann vatns og fráveitu hjá Veitum.

Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur flytur okkur umhverfispistil.

Frumflutt

7. des. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,