Samfélagið

Réttlát umskipti, veirur og pestir, málfar og vísindaspjall

Er hægt ráðast í harðar loftslagsaðgerðir án þess það bitni á almenningi? Í hverju felast réttát umskipti? Við ræðum þetta við

Auði Ölfu Ólafsdóttur, sérfræðing í umhverfis og neytendamálum hjá ASÍ.

Allskyns veirusýkingar herja á landsmenn. Þetta eru gamlir kunningjar eins og RS-vírus, ýmsar kvefpestir og auðvitað Covid sem er í nokkrum ham þessa dagana. Og svo er inflúensan banka á dyrnar. Og við ætlum einmitt ræða flensuna. Hvernig hún breiðist út og hvernig gengur bólusetja gegn henni. Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, yfirlæknir bólusetninga hjá Sóttvarnalækni, ætlar fræða okkur um inflúensu.

Málfarsmínúta.

Vísindaspjall með Eddu Olgudóttur - rætt um bakteríur og krabbamein.

Frumflutt

22. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,