Samfélagið

Fjölmenning og útfararsiðir, hönnun í sýndarveruleika, vísindaspjall

Aukin fjölmenning á Íslandi hefur leitt til breytinga á starfi útfararstjóra sem þurfa laga sig siðum og venjum ýmissa trúfélaga. Nýlega hélt samráðsvettvangur trúar- og lífsskoðunarfélaga ráðstefnu þar sem fjallað var um útfararsiði. Rúnar Geirmundsson er með þrjátíu ára reynslu í faginu, við heimsækjum útfararstofu hans og ræðum breytta tíma.

Við ætlum setja upp sýndarveruleikagleraugu á eftir og kynna okkur nýjan hugbúnað sem er kallaður Arkio. Með honum er hægt hanna allskyns rými og umhverfi eins og maður í raun hluti af hönnuninni. Hilmar Gunnarsson stofnandi og forstjóri Arkio segir okkur frá þessu og leiðir okkur inni í sýndarveruleikann.

VIð heyrum málfarsmínútu.

Edda Olgudóttir kemur til okkar í vísindaspjall í lok þáttar.

Frumflutt

8. nóv. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,