Samfélagið

Matarsóun verslana, minjar tengdar herspítala og styttan af Leifi

Hvað geta verslanir gert til minnka matarsóun? Fer mikið til spillis - við förum í hálfgerða eftirlitsferð í verslun Bónus við Skútuvog í Reykjavík og hittum þar Baldur Ólafsson, markaðsstjóra.

Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar hafðist fjöldi breskra og bandarískra hermanna við í Eyjafirði og ótal munir og minjar frá þessum tíma grafnir í jörðu. Brynjar Karl Óttarsson, sagnfræðingur, kennari og grúskari tilheyrir hópi fólks sem grefur þessa hluti upp, gúgglar þá og skoðar. Brynjar sagði okkur frá ýmsum munum á föstudag og ætlum við heyra seinni hluta þess viðtals, þar sem meðal annars er fjallað um muni sem fundist hafa á Hrafnagili þar sem var stór herspítali; til dæmis naglabandaolíu, varalit og bollastell.

Við heimsækjum líka Þjóðskjalasafn Íslands eins og svo oft á mánudögum. þessu sinni ætlum við skoða bréfaskipti frá þriðja og fjórða áratug síðustu aldar vegna styttunnar af Leifi Eiríkssyni heppna. Indriði Svavar Sigurðsson, skjalavörður ætlar sýna okkur bréfin og rekja fyrir okkur söguna.

Frumflutt

30. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,