Samfélagið

Virkjanaviðhorf, ný skip og gömul, málfar og ræktun líffæra

Helmingur landsmanna telur íslenskt samfélag þurfi nýta sem flesta virkjunarkosti en ekki hvaða kosti sem er og ekki í hvaða tilgangi sem er. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar Félagsvísindastofnunar þar sem aðaláherslan var á vindorkuver og alveg skýrt fólk vill fáa stóra vindorkugarða í stað margra lítilla - ef það vill virkja vindinn yfirleitt. Við ræðum við Kjartan Ólafsson, félagsfræðing hjá stofnuninni, um könnunina.

Nýtt hafrannsóknaskip er í smíðum í Vigo á Spáni. Nýja skipið, sem mun heita Þórunn Þórðardóttir, tekur við af elsta skipi stofnunarinnar; Bjarna Sæmundssyni. Við heimsækjum Bjarna í Hafnarfjarðarhöfn í Samfélaginu í dag og ræðum við forstjóra Hafrannsóknastofnunar, Þorstein Sigurðsson um þau Þórunni og Bjarna.

Málfarsmínútan verður á sínum stað í umsjón Önnu Sigríðar Þráinsdóttur.

Edda Olgudóttir kemur svo til okkar í vísindaspjall. Hún ætlar velta fyrir sér ræktun á líffærum.

Frumflutt

25. okt. 2023

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Samfélagið

Samfélagið

Opin og gagnrýnin umræða um vísindi, nýsköpun, umhverfi, fréttir og samfélagsmál.

Umsjón: Arnhildur Hálfdánardóttir og Pétur Magnússon.

Netfang: [email protected]

Þættir

,