Síðdegisútvarpið

Forsetinn kíkir í heimsókn, Hallgrímur Helga fer yfir listamannalaunin og við rifjum upp Dallas

Pavel Bartozek, borgarfulltrúi Viðreisnar skrifaði grein á Vísi í dag þar sem hann veltir fyrir sér umræðunni um íslenskuna og leigubílstjóra. Þar spyr hann hver ætli hin raunverulega ástæða þess nokkrir þingmenn leggi til gerð verði krafa um íslenskukunnáttu hjá leigubílstjórum?

Menntamálaráðherra hefur lagt til listamannalaun verði snarhækkuð á næstu árum. Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra leggur til í nýjum drögum frumvarpsbreytingu framlag ríkisins til listamannalauna verði aukið. Á vef stjórnarráðsins segir fjöldi starfslauna hafi haldist óbreyttur í 15 ár. Sitt sýnist hverjum, þingmenn innan raða Sjálfstæðisflokksins hafa gagnrýnt þetta, en hvað segja listamenn sem þurfa lifa á þessum launum. Hallgrímur Helgason, rithöfundur kemur til okkar og ræðir þessar áætlanir.

Á fjárfestahátíðinni, sem haldin er á Siglufirði í dag, kynna sprota- og vaxtarfyrirtæki verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta. Tilgangur hátíðarinnar er auka fjárfestingatækifæri á landsbyggðinni og tengja frumkvöðla við fjárfesta og aðra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi.

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, kemur til okkar og ræðir um Íslensku lýðheilsuverðlaunin og mögulega hvernig það leggst í hann láta af embætti.

Hver man ekki eftir Dallas? Tjah, það er kannski farið fenna yfir hjá einhverjum og nýjar kynslóðir hafa kannski aldrei heyrt um þetta allt saman. Fréttakonan Anna Lilja Þórisdóttir er með nýtt hlaðvarp þar sem farið er í saumana á þessum athyglisverða menningarviðburði sem einkenndu allan níunda áratuginn.

Björn Malmquist verður á línunni og er víst kominn í ruslið. Eða hvað?

Umsjónarmenn eru Valur Grettisson og Hrafnhildur Halldórsdóttir

Lagalisti:

Retro Stefson - Minning.

Murad, Bashar - Wild West.

U2 - Beautiful Day.

Beyoncé - Texas Hold 'Em (Explicit).

Sigur Rós - Gold.

Daði Freyr Pétursson - Limit To Love.

DÚKKULÍSUR - Pamela Í Dallas.

MIKA - Relax.

Greiningardeildin, Bogomil Font - Sjóddu frekar egg.

KÁRI - Sleepwalking.

Frumflutt

20. mars 2024

Aðgengilegt til

20. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,