Síðdegisútvarpið er á vaktinni í miðjum náttúruhamförum en hraun hefur farið yfir heitavatnslögn HS Veita og neyðarstigi lýst yfir á Reykjanesskaganum. Við heyrum í Gunnari Axeli Axelsyni bæjarstjóra Voga, Böðvari Inga Guðbjartssyni formanni félags pípulagningameistara, Sigurjörgu Róbertsdóttur skólastjóra Akurskóla í Reykjanesbæ, Teiti Örlygssyni íbúa í Reykjanesbæ og Ölmu Maríu Rögnvaldóttur starfandi forstjóra HSS. Páll Valur Björnsson íbúi í Grindavík kemur til okkar og Kristín Hermannsdóttir fer yfir gas og veðurspá næsta sólarhringinn.