Síðdegisútvarpið

Út með jafnlaunavottun, rafvirkjaskortur og stelpurnar okkar

Í gær heyrðum við í Hönnu Símonardóttur sjálfboðaliða og fósturmóður fylgdarlauss palestínsks barns en hún var stödd úti í Kaíró í Egyptalandi þar sem sjálfboðaliðar freista þess hingað til lands fólki sem fengið hefur dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Von var á hópi hingað til lands í dag, aðallega börnum, og spyrjum við Hönnu um hvernig ferðalagið hefur gengið og gang mála ytra. Í dag heyrum við í Vésteini Sveinssyni sem er einn þeirra sem hefur aðstoðað við koma fólkinu til landsins en hann er einnig staddur úti í Kariró og við fáum vita hver staðan er í dag.

Á föstudaginn var undirritaður samn­ing­ur um bygg­ingu á nýrri fjöl­nota farþegamiðstöð Faxa­flóa­hafna á Skarfa­bakka í Sunda­höfn. Faxaflóhafnir efndu til samstarfssamkeppni vegna hönnunar og byggingar á fjölnota farþegamiðstöð á þessum stað og er aðstöðunni ætlað þjóna öllum gerðum farþegaskipa, hvort heldur fyrir farþega sem hefja eða ljúka sinni ferð á Íslandi, sem og þeim sem eingöngu eru í dagsheimsókn. Gunnar Tryggvason er hafnarstjóri Faxaflóahafna hann kemur til okkar á eftir.

Samkvæmt nýrri greiningu Samtaka iðnaðarins er verulegur skortur á rafvirkjum á Íslandi og fjöldi sem útskrifast árlega með sveinspróf í rafvirkjuner langt undir áætlaðri meðalþörf fyrirtækja í rafiðnaði. Réttindi erlendra rafvirkja falla ekki alltaf íslenskum reglum og í samtali við Morgunblaðið í dag segir Jóhanna Klara Stefánsdóttir sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI þær töl­ur sem koma fram í könn­un­inni gera ekki ráð fyr­ir áhrif­um þeirra metnaðarfullu áforma sem eru uppi hjá stjórn­völd­um um greiða leið orku­skipta og auka raf­orku­fram­leiðslu, og því er lík­lega þörf á mun fleiri raf­virkj­um en könn­un­in gef­ur til kynna. Jóhanna kemur til okkar á eftir og segir okkur betur frá.

Kvennalandsliðið í fótbolta mætti Serbíu í seinni leik liðanna í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar, Gunnar Birgisson lýsti leiknum í sjónvarpinu hann kemur til okkar og fer yfir úrslitin og stöðu íslenska landsliðsins eftir leikinn.

Við ætlum kynna okkur efni Kveiks þáttar kvöldsins en til umfjöllunar er Rauða gullið -Blóðmerahald á Íslandi. María Sigrún Hilmarsdóttir er umsjónarmaður þáttarins og hún kemur til okkar ásamt Gísla Þór Þorkelssyni pródúsent.

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins greindi frá því í hlaðvarpinu Þjóðmál fyrr í dag hún hyggðist leggja fram frum­varp þess efn­is af­nema jafn­launa­vott­un.

Ástæðuna segir Diljá vera þá jafnlaunavottunarkerfið hrika­legt bákn og svo vitnað í orð Diljár þá segir hún Viðreisn ber ábyrgð á og það búið sýna sig þetta kerfi algjört rusl. Við hringjum í Diljá í þættinum.

Frumflutt

27. feb. 2024

Aðgengilegt til

26. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,