Síðdegisútvarpið

Sóli Hólm um brotthvarf Klopp, safn á Siglufirði, G-vítamín, íshokkí, íbúafundir í Reykjavík og mislingar.

Fjórða árið í röð stendur Geðhjálp fyrirhinu mikilvæga átaki á þorranum sem ber yfirskriftina G-vítamín. Grímur Atlason er framkvæmdarstjóri Geðhjálpar og sagði okkur frá átakinu.

Alexandra Hafsteinsdóttir er ung kona sem brennur fyrir íshokkííþróttina en hún hefur lagt allt sitt frá tíu ára aldri til efla íþróttina hjá stelpum og eftir margra ára erfiði tókst kvennaliði SR vinna sinn fyrsta leik frá upphafi. Alexandra sagði okkur frá öskubuskuævintýri íshokkíkvenna hjá SR.

Guðrún Asp­e­lund sótt­varna­lækn­ir seg­ir það vera áhyggju­efni þátt­taka í bólu­setn­ingu gegn misl­ing­um hafi farið dvín­andi hér á landi en misl­inga­til­fell­um hef­ur fjölgað í Evrópu síðasta árið. Við heyrðum í sóttvarnarlækni um stöðu mála.

Safnasjóður úthlutaði í gær fjármunum til fjölmargra safna á Íslandi en hlutverk sjóðsins er styrkja starfsemi safna sem undir lögin falla. Anita Elefsen safnstjóri á Siglufirði og spyrja hana út í styrkinn og hvernig hann verður nýttur í safninu.

Nýr borgarstjóri lætur strax til sín taka i málefnum borgarinnar en á morgun hefst íbúafundaröð bæði í Breiðholti og Grafarvogi þar sem yfirskriftin er „Hverju vilt þú breyta í hverfinu?“ Við heyrðum í Einari Þorsteinssyni undir lok þáttar.

Jürgen Klopp lætur af störfum sem knattspyrnustjóri Liverpool eftir yfirstandandi tímabil. Það er ljóst risastórt Liverpool-samfélag á Íslandi er í sárum eftir tíðindin og við fáum viðbrögð frá einum þeirra, Sólmundi Hólm.

Frumflutt

26. jan. 2024

Aðgengilegt til

25. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,