Síðdegisútvarpið

Drottningasleikjur, Navalný og bjargvættir í Kaíró

Við heyrum í Hönnu Símonardóttur sjálfboðaliða og fósturmóður fylgdarlauss palestínsks barns á eftir en hún er stödd úti í Kaíró í Egyptalandi þar sem sjálfboðaliðar freista þess hingað til lands fólki sem fengið hefur dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar. Von var á hópi hingað til lands í dag, aðallega börnum, og spyrjum við Hönnu um hvernig ferðalagið hefur gengið og gang mála ytra.

Það færist í aukana leigusalar reyni komast í tryggingafé leigjenda sinna til þess standa straum af kostnaði sem á falla á leigusalana. Leigjendasamtökin slík mál inn á sitt borð á hverjum einasta degi. Guðmundur Hrafn Arngrímsson framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna.

Fyrir helgi var haldið árlegt Félagsráðgjafaþing þar sem fram fóru hinar ýmsu málstofur þar sem meðal annars var tekinn fyrir stuðningur við aðstandendur sem glíma við fíknivanda og skerðingu á mannréttindum íbúa á hjúkrunarheimilum. Fleira var tekið fyrir á þinginu en þar fór Ragnheiður Hergeirsdóttir félagsráðgjafi og lektor yfir mikilvægi félagsþjónustu á tímum hamfara og Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi hjá Reykjanesbæ fór yfir vinnu félagsráðgjafa með þolendum mansals og flóttafólks. Við ætlum þær Ragnheiði og Hilmu hingað til okkar á eftir til segja okkur stuttlega frá þeirra málstofum á þinginu.

Vígslubiskupinn Kristján Björnsson skrifaði grein sem birtist á Heimildinni í gær sem hafði yfirskriftina Ákall um vopnahlé og frið. Þar kallar hann eftir vopnahléi á Gaza og segir rödd Íslands þurfi heyrast með ákalli frá öllum öðrum þjóðum. Enginn málstaður okkur mikilvægari núna en eyða hatri, skautun og andúð og kalla saman einni röddu eftir friði, skilningi og umburðarlyndi. Kristján kemur í þáttinn á eftir.

Furðulegi íhaldsmaðurinn og drottningasleikjan Frímann hyggst snúa aftur, þó ekki á skjáinn, heldur með uppistand. Fyrir þá sem snöggmóðguðust þarna fyrir hönd Frímans, er ágætt taka fram hann er auðvitað uppskálduð persóna og hugarsmíði Gunnars Hanssonar sem kemur til okkar og segir okkur meira af þessum kostulega karakter.

Pólitíski fanginn Alexey Navalný lést í síberískum fangabúðum á dögunum og er enn margt á huldu þegar kemur örlögum þessa rússneska baráttumanns. Nýjustu fregnir benda til þess til stóð skipta á Navalný og rússneskum njósnara sem hafði verið dæmdur fyrir morð. Oddur Þórðarson, fréttamaður á erlendu vaktinni, segir okkur meira um þetta og hver staðan er í þessu dapurlega máli.

Frumflutt

26. feb. 2024

Aðgengilegt til

25. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,