Síðdegisútvarpið

Þorgerður Katrín um kjarasamninga,Íris Róberts um húshitunarkostnað og Gísli Örn um Frost

Í tilkynningu á vef HS Veitna kemur fram nauðsynlegt hafi verið gera breytingar á gjaldskránni til bregðast við erfiðleikum í rekstri hitaveitunnar í Eyjum vegna raunhækkunar á raforkukostnaði, bilana á sæstreng Landsnets og skerðinga í raforkuframleiðslu með tilheyrandi kostnaðarauka vegna olíukaupa. Eyjamaður­inn Bjarni Ólaf­ur Guðmunds­son skrifaði um þetta færslu á FB og tal­ar þar um tugi pró­senta hækkun og mik­il viðbrögð hafa borist við færsluna og greinilegt íbúar eru mjög ósáttir og þetta er mikið hitamál í bænum. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri verður á línunni hjá okkur og ræðir þessi mál auk þess sem hún segir okkur frá íbúafundi sem haldinn verður í kvöld um Samgöngumál til og frá Eyjum þar sem Innviðaráðherra og Vegamálastjóri verða meðal gesta

Sunnudaginn 17. mars verður samverustund Grindvíkinga í Hörpu, félagsheimili þjóðarinnar. Þar munu Fjallabræður stíga á stokk í Eldborgarsal ásamt mörgu af fremsta tónlistarfólki þjóðarinnar og er Grindvíkingum boðið á viðburðinn. Tilgangurinn er tvíþættur, skapa samverustund og til safna fjármunum til styðja við börn, unglinga og æskulýðsstarf í Grindavík. Einnig hefur verið stofnað Styrktarfélag barna í Grindavík og er félagið í stjórn Gríndvíkinga og Fjallabræðra. Á eftir koma til okkar þau Halldór Gunnar Pálsson Fjallabróðir og Inga Þórðardóttir skólastjóri Tónlistarskóla Grindavíkur til segja okkur betur frá þessu samfélagsverkefni.

Í byrjun mánaðarins var frumsýndur í Þjóðleikhúsinu sögnleikurinn Frost sem byggður er á Disney teiknimyndinni Frozen. Verkið hefur verið sett upp og notið mikilla vinsælda á Broadway, West End í London og víðar en við fáum sjá í Þjóðleikhúsinu nýja uppfærslu ævintýrisins og er hún í höndum Gísla Arnar Garðarssonar. Óhætt er segja þakið hafi ætlað rifna af húsinu í lok frumsýningarinnar, svo ánægðir voru leikhúsgestir á öllum aldri með sýninguna. Gísli Örn kemur til okkar á eftir.

Á morgun fimmtudag verður aðalfundur SKOTVIS haldinn. stjórnar- og verndaráætlun á veiðum á rjúpu verður kynnt, ásamt ýmsu öðru. Áki Ármann er formaður Skotvís hann kemur til okkar á eftir.

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna, KHF, verður haldin núna um helgina 16. og 17. mars 2024. Hátíðin er halda upp á tímamót í ár því hún á 10 ára afmæli.

Hátíðin fer fram í Bíó Paradís frá kl. 12:00 - 17:00 báða dagana og er aðgangur ókeypis. Öll umsjón og vinna við hátíðina er í höndum nemenda Fjölbrautaskólans við Ármúla og kennara þeirra. Upphafsmaðurinn og aðalsprautan í hátíðinni Þór Elís Pálsson kemur til okkar í lok þáttar.

Við byrjum á kjarasamningunum sem undirritaðir voru í síðustu viku en stjórnarandstaðan hefur síðustu daga spurt hvernig fjármagna eigi aðkomu ríkissins samningunum og ein þeirra sem hefur hefur bent á þjóðin eigi kröfu á vita hvernig ríkisstjórnin ætli tryggja kostnaður við þessa kjarasamninga fari ekki beint út í verðlagið er Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar og hún er sest hérna hjá okkur.

Frumflutt

13. mars 2024

Aðgengilegt til

13. mars 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,