Síðdegisútvarpið

Þingsetning,aðgerðarpakki fyrir Grindvíkinga og sigur Íslands á Króatíu á EM í handbolta

Forystumenn ríkisstjórnarinnar boðuðu til blaðamannafundar fyrr í dag þar sem þau gáfu loforð um taka óvissu Grindvíkinga í fangið. Höskuldur Kári Schram fréttamaður var á fundinum og hann kemur til okkar eftir skamma stund og fer yfir það helsta sem Katrín, Þórdís Kolbrún og Sigurður Ingi höfðu segja.

Alþingi kom saman aftur í dag eftir jólafrí og hófst þingfundur klukkan 15. Vantrauststillaga á matvælaráðherra hefur þegar verið lögð fram en ekki liggur fyrir hvenær hún verður tekin til umræðu. Það verður þó líklega ekki fyrr en á morgun eða miðvikudag. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir þingfréttakona kemur til okkar á eftir og fer yfir stöðuna á þinginu.

Við ætlum ræða Mjóddina í Breiðholtinu í þættinum á eftir en meirihlutinn í Reykjavíkurborg felldi tillögu Sjálfstæðisflokks um byggja mathöll í Mjódd í síðustu viku. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Hildur Björnsdóttir og Kjartan Magnússon, lögðu tillöguna fram í annað sinn í umhverfis og skipulagsráði. Við verðum með Hildi Björnsdóttur oddvita Sjálftæðisflokksins í Reykjavík á línunni hjá okkur á eftir.

Eflaust hafa einhverjir þarna úti tekið eftir því á mjólkurfernum MS þessa dagana stendur Fernuflug en haustmánuðum var textasamkeppnin Fernuflug endurvakin og nemendur í 8.-10. bekk hvattir til velta fyrir sér spurningunni ‚Hvað er vera ég?‘ en keppnin var síðast haldin 2006. Rúmlega 1.200 textar bárust í keppnina og óhætt segja sköpunargleðin hafi verið virkjuð. prýða textar ungs fólks fernurnar undir yfirskriftinni Fernuflug. Við ætlum forvitnast meira um þetta hér á eftir og til okkar Grétu Björg Jakobsdóttur markaðs- og vöruflokksstjóra MS til segja okkur betur frá.

Karl Olgeirsson í Ástjarnarkirkju boðar til raddprufu fyrir glænýjan kór sem verður starfræktur frá kirkjunni. Hann leitar söngelsku fólki, ert þú kandítad í slíkan kór ? Meira um það þegar við heyrum í Karli á eftir.

Við byrjum á fara yfir leik Íslands og Króatíu á EM í handbolta. Hingað er kominn Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson íþróttafréttamaður sem var rétt í þessu klára lýsa leiknum í beinni hér á Rás 2.

Frumflutt

22. jan. 2024

Aðgengilegt til

21. jan. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,