Síðdegisútvarpið

Vasapeningar eldri borgara, Vestri fer í Bestu, verðlaunaðir kokkar og Grammy-tónlistarfólk.

Í dag birtist grein á vísi sem hefur yfirskriftina Látum verkin tala. Höfundur hennar er Tómas A Tómasson þingmaður Flokks fólksins og þar skrifar hann sér hafi verið hugleikið frá því hann byrjaði á þingi árið 2021 hversu mikið þingmenn eigi tjá sig og hlusta á aðra þingmenn tjá sig á meðan lítil áhersla lögð á framkvæma þá hluti sem endalust er verið tala um. Nefnir hann sem dæmi starfshóp sem hafi verið á undirbúningsstigi í níu ár og snýr afnámi vasapeningafyrirkomulags eldri borgara sem flytjast á hjúkrunarheimili og eru sviptir fjárræði en fái í staðinn vasapeninga sem duga varla upp í nös á ketti. Við ræddum vasapeningafyrirkomulagið við Helga Pétursson formann Landssambands eldri borgara.

Íslenska kokklandsliðið fékk gull fyrir fyrstu keppnisgreinina sem það keppti í á Ólympíuleikunum í Stuttgart í gær en liðið hélt út til Þýskalands á fimmtudaginn var. Við forvitnumst meira um sigurinn í gær og hvað framundan er hjá liðinu hjá Þóri Erlingssyni forseta Klúbbs matreiðslumeistara sem á og rekur kokkalandsliðið.

Vertu með í Edrúar. Edrúar febrúar. SÁÁ hvetur landsmenn til þess prófa Edrú lífstíl í febrúar og sem flesta til finna það á eigin skinni hvað það er gott sleppa því neyta áfengis, amk í Edrúar. Þessu tengt ætlum við til okkar á eftir þrjá einstaklinga, þau eru öll góðir vinir og tvö þeirra eru hjón en það sem þau eiga öll sameiginlegt er hafa ákveðið hætta drekka upp á sitt eindæmi og líkar vel. Þau Guðmundur Ketilsson, Monika Emilsdóttir og Karl Jónas Smárason kíktu í kaffi.

Knattspyrnulið Vestra á Ísafirði munu þreyta frumraun sína í efstu deild karla, Bestu deildinni þegar hún hefst í vor og gerði liðið samstarfssamning við bæinn þess efnis tryggt verði liðið gæti æft um vetrarmánuðina og nýtt gervigras yrði sett á heimavöllinn þeirra á Torfnesi. hafa bæjaryfirvöld hafnað ósk Vestra-manna um þeir annist vallarsvæðið og við heyrðum í Samúel Samúelssyni formanni meistaraflokksráðs Vestra um stöðu mála.

Konur voru í fararbroddi í helstu flokkum við afhendingu Grammy-verðlaunanna í gær. Taylor Swift varð þá fyrsta manneskjan í sögu verðlaunahátíðarinnar til hljóta verðlaun fyrir breiðskífu ársins fjórum sinnum og Laufey okkar Lín hlaut verðlaunin fyrir plötu sína, Bewitched, í flokki hefðbundinna söng-poppplatna. Ingunn Lára Kristjánsdóttir fréttamaður vakti og horfði á Grammy í nótt og sagði okkur frá því helsta.

Í til­kynn­ingu frá al­manna­vörn­um í morgun kom fram yfir 1.000 manns gætu heimsótt heimili sín í Grinda­vík­ í dag til vitja eigna sinna og verða um 400 bíl­ar í hverju tíma­hólfi. Kvika und­ir Svartsengi er um 9 millj­ón­ir rúm­metr­ar og því sama magni og þegar gaus 14. janú­ar. Við tókum stöðuna með Hjördísi Guðmundsdóttur samskiptastjóra hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Frumflutt

5. feb. 2024

Aðgengilegt til

4. feb. 2025
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þau Guðrún Dís Emilsdóttir, Hrafnhildur Halldórsdóttir og Andri Freyr Viðarsson halda landanum vel upplýstum um menn og málefni á leið úr vinnu í eftirmiðdaginn. Þau fylgjast vel með fréttum og dægurmálum og spila nóg af góðri tónlist.

Þættir

,