Síðdegisútvarpið

18.september

Í gær fór fram ráðstefna undir yfirskriftinni Mennska er máttur - líka í heilbrigðiskerfinu. Þar var rætt um þann veruleika mistök eiga sér stað líka hjá heilbrigðisstarfsfólki, stundum með mjög alvarlegum afleiðingum. Einn þeirra sem kom þessari ráðstefnu er Jón Ívar Einarsson læknir en hans innlegg bar yfirskriftina Öryggi sjúklinga - leiðir til úrbóta. Við fáum Jón Ívar til okkar á eftir til ræða þessi mál betur

Jódís Skúladóttir þingmaður VG sagði frá því á fésbókarsíðu sinni um helgina pósthólfið hennar væri fullt af póstum frá áhyggjufullu fólki. Einhver erindi snúa vöxtum, verðbólgu og leik- og grunnskólamálum í Reykjavík en langstærstu hluti snýr öðrum málum sem eiga það sameiginlegt snúa landsbyggðinni. Jódís verður á línuni hjá okkur.

Nýsköpunarverðlaun Samorku voru veitt fyrr í dag en fjögur fyrirtæki sem tengjast orku- og veitugeiranum. Það var fyrirtækið Atmonia sem bar sigur úr býtum en þar á er verið þróa umhverfisvæna framleiðslu á ammoníaki sem mun umbylta áburðarframleiðslu (sem tryggir matvælaöryggi um allan heim). Einnig verður hægt nýta það sem rafeldsneyti á skip og flugvélar. Finnur Beck framkvæmdastjóri Samorku kemur til okkar ásamt Guðbjörgu Rist, framkvæmdastjóra Atmonia.

Í dag birtist grein á Vísi sem hefur yfirskriftina "Þögn þingmanna er ærandi" eftir Guðrúnu Sigurjónsdóttur bónda á Glitstöðum og stjórnarformann Veiðifélags Norðurár. Í greininni fjallar hún um eldislaxinn sem streymir upp í laxveiðiárnar með tilheyrandi tjóni fyrir lífríkið og þá atvinnustarfsemi sem stunduð er á árbökkunum. Í grein Guðrúnar kemur fram stangveiði skapi 1200 störf, velti tugum milljarða og 2250 lögbýli hafi af henni beinar tekjur og veltir hún fyrir sér hvað þurfi gerast til hlustað verði á málstað landeigenda, bænda og veiðimanna sem vilja verja villta laxinn. Við ætlum ræða þessi mál og þá stöðu sem upp er komin við Jón Helga Björnsson formann Landssambands veiðifélaga hér á eftir.

Sverrir Norland rithöfundur kemur til okkar með nýja bók þar sem fjallað er um fyrirgefningu, metnað, siðferðileg álitamál og ekki hvað síst um tilfinningasambönd karlmanna.

Óvissustig almannavarna hefur verið lýst yfir vegna mikilla rigninga á Austfjörðum. Appelsínugul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á miðnætti. Hættustig tekur gildi klukkan sex í kvöld. Þá verður samhæfingarstöð almannavarna virkjuð. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrú Slysavarnarfélagsins Landsbjargar verður á línunni.

Frumflutt

18. sept. 2023

Aðgengilegt til

17. sept. 2024
Síðdegisútvarpið

Síðdegisútvarpið

Þættir

,