Samfélagið

Fréttir af dómsmálum, COP, málfar, ruslarabb og Ævar á Akranesi

Við ætlum forvitnast um Loftslagsþing Sameinuðu þjóðanna, sem er oftast kallað COP og svo fylgir tala. Í fyrra var COP 27 og í haust fer COP 28 fram. Halldór Þorgeirsson formaður Loftslagráðs kemur til okkar og segir okkur allt um COP.

Við ætlum skoða hvert frelsi fjölmiðla er til fréttaflutnings við meðferð sakamála, eftir fréttabann sem héraðsdómur skellti á við aðalmeðferð stóra kókaínsmálsins í byrjun þessa árs. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir lögmaður kemur til okkar og veltir upp öllum hliðum þessa máls.

Við fáum góða heimsókn úr safni RÚV. Helga Lára Þorsteinsdóttir safnstjóri kemur hingað með skemmtilega upptöku. þessu sinni rifjar hún upp heimsókn Ævars Kjartanssonar á Akranes árið 1986.

Við heyrum málfarsmínútu og svo dustum við rykið af ruslarabbinu í umsjón Þórhildar okkar Ólafsdóttur.

Frumflutt

28. ágúst 2023

Aðgengilegt til

28. ágúst 2024
Samfélagið

Samfélagið

Með Kvosarskipulaginu í miðborg Reykjavíkur breyttist ýmislegt, allt í einu voru komin borð og stólar utandyra við veitingastaði, og gestir gátu notið sólar og útiveru. Laugavegur er mestu göngugata og veitingastaðir hafa sett húsgögn útfyrir. Lögreglan hefur undanfarna viku verið reka gesti inn, vegna þess margir staðanna hafa ekki tilskilinn leyfi. Hvimleitt og erfitt því rekstur margra staðanna er á nippinu eftir covid. Aðalgeir Ásvaldsson er framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja á veitingamarkaði

Samfélagið heldur áfram fjalla um máva í Garðabænum - Arnór Þ. Sigfússon fuglafræðingur spjallar við Arnhildi um Sílamáfinn sem er um margt forvitnilegur, samlíf manna og máfa, hvers konar ráð duga helst gegn ágengum máfum og hvernig máfurinn var hrakinn af Keflavíkurflugvelli á sínum tíma.

Við ætlum einnig kynna okkur sjálfbær fjármál og hvernig þau passa inn í myndina um sjálfbæra framtíð og sjálfbær samfélög. Öll þessi sjálfbærni kostar jú. Bjarni Herrera, sérfræðingur í sjálfbærni og sjálfbærum fjármálum, sem gaf nýverið út bók um þessi efnistök.

Þættir

,