Segðu mér

Stefán Máni rithöfundur

Stefáni Mána fannst sem yfirnáttúrulegir hlutir ættu sér stað þegar hann skrifaði bókina Húsið. Hræðsla greip um sig hjá rithöfundinum meðan hann sat við skriftir. Hann svaf og dreymdi illa ásamt því skynja einhverja nærveru í kringum sig. Stefán er ekki mikið fyrir sviðsljósið, vill hverfa inn í fjöldann og hefur ekki unun af því tala um sjálfan sig. bók er væntanleg frá honum í haust, skáldsagan Horfnar þar sem Hörður Grímsson fer aftur á kreik.

Rithöfundurinn Stefán Máni á 25 ára rithöfundarafmæli um þessar mundir. Hann hefur þó fengist við margt annað en ritstörf á ævinni og fór meðal annars á vertíð aðeins tólf ára gamall. Hann er alinn upp á Ólafsvík og man vel eftir þeim tíma. ?Ég var sendur í slorið sem var algjör viðbjóður,? rifjar hann upp í samtali við Sigurlaugu Margréti Jónasdóttur í Segðu mér á Rás 1. Hann rifjaði upp æskuna og það sem stendur upp úr á ritferlinum, en kveðst þó vera hógværari en margan grunar og nýtur þess ekki eins vel og margir listamenn koma í viðtöl til fjalla um sig sjálfan. ?Ég er ekki uppáhalds umræðuefnið mitt, en útvarp er samt skárra en sjónvarp,? segir hann.

Frumflutt

22. sept. 2021

Aðgengilegt til

Rennur ekki út
Segðu mér

Segðu mér

Gestir úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Sigurlaug M. Jónasdóttir.

Þættir

,